Mótun Menningar

Menning á vinnustöðum er misjöfn eins og þeir eru margir. Við hjá Mótun leggjum mikið kapp í að efla menningu vinnustaða með markvissum hætti í samráði við stjórnendur. Hverjar eru áskoranir ykkar? Við leggjum þarfagreiningu fyrir ykkur, skipuleggjum svo vinnustofu, fræðslu eða starfsdag að ykkar þörfum og svo hefjum við dansinn. Viðfangsefnin ráðast á ykkar þörfum. Þetta fallega orð “mótun” er sterkt forskeyti sem virkar vel fyrir framan fjölbreyttar útfærslur. Við höfum til dæmis unnið með:

 • Mótun liðsheildar
 • Mótun starfsanda
 • Mótun samskipta
 • Mótun leiðtoga
 • Mótun markmiða
 • Mótun gilda

Við kappkostum að búa til vettvang þar sem einstaklingar rýna inn á við og skoða vinnustaðinn sinn í heildrænu samhengi í gegnum ígrundun, verkefnalausnir, leiki og fræðslu. Þar grandskoða starfsmenn vinnustaðinn sinn með samstarfsfélögum sínum og rýna svo til gagns. Komast saman að niðurstöðu um hvert skal stefna og setja sér loks markmið.

 • Hvernig er staðan hjá okkur núna?
 • Hvert stefnum við?
 • Hverjir eru okkar styrkleikar?
 • Hver eru sóknarfærin?
 • Hverjar eru áskoranirnar?
 • Hvernig getum við búið um hlutina til þess að efla vinnustaðinn og taka næsta skref?

Í gegnum þarfagreininguna fáum að heyra hvernig vinnustaðurinn þinn er uppbyggður og hvað hefur á daga ykkar drifið. Að því loknu setjumst við að teikniborðinu og skipuleggjum dagskrá sem mætir ykkar þörfum. Engin töfrauppskrift er af hinum fullkomna starfsdegi eða vinnustofu því vonir og væntingar fyrirtækja eru misjafnar. Því er nálgun okkar litrík og fjölbreytt. Við blöndum saman fræðslu, fyrirlestrum, liðsheildaræfingum, hópefli og skemmtun. 

Sterk liðsheild eykur ánægju og afköst og því er mikilvægt að hlúa að henni. Þar kemur okkar þekking og reynsla að góðu gagni.

Ef þú ert að hugsa um að hafa starfsdag á næstunni þá hvetjum við þig til að heyra í okkur og sjá hvað við höfum fram að færa.