Hópefli

Þarfir hópa eru misjafnar. Sumir hópar hafa starfað saman í áraraðir og eru farnir að spila saman í taktföstum hryn meðan aðrir hafa unnið jafn lengi en hljóma eins og illa spilandi hljómsveit. Stjórnendur og mannauðsdeildir hafa því lengi áttað sig á mikilvægi þess að fá inn einhverskonar hópefli fyrir starfsmannaheildirnar sínar.

Hópeflisþarfir fyrirtækja eru svo afar misjafnar. Eitt fyrirtæki þarf kannski létta skemmtidagskrá meðan það næsta þarf markvisst inngrip þar sem unnið er með áskoranir sem hópurinn stendur frammi fyrir. Verkfærakista okkar er full af ýmsum ólíkum lausnum. Allt frá afþreyingu yfir í krefjandi verkefnalausnir. Þegar efla á andann eru möguleikarnir endalausir og þar liggur okkar sérþekking.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því framboði sem við bjóðum upp á. Listinn er ekki tæmandi og hvetjum við þig því til að heyra í okkur og segja okkur aðeins frá vinnustaðnum þínum og hvað þig langar til að ná út úr hópeflinu.

HÓPEFLI

Mótun leggur mikinn metnað í að bjóða upp á gæða hópefli. Þar er fókusinn settur á hópefli sem gefur einstaklingnum ekki bara eintóma skemmtun heldur skilur eftir sig þekkingu um stöðuna á vinnustaðnum og hvert skuli stefna. Þar búum við til vettvang til að skoða styrk- og veikleika einstaklinga sem og hópsins í heild og hvaða tækifæri eru til vaxtar. Í upphafi leggjum við þarfagreiningu fyrir viðskiptavini okkar og út frá henni sérhönnum við dagskrána að ykkar þörfum. Þarfa að vinna sérstaklega með: frumkvæði, liðsheild, samskipti eða samvinna? Eru einhverjir hnökrar sem þarf að leysa úr? Er kominn tími til að setjast niður og skoða vinnustaðinn ítarlega og finna sóknarfærin í sameiningu?

FJÖREFLI

Fjörefli er svo léttari útgáfa af hópefli. Þar er ekki farið mikið inn á dýptina heldur er markmiðið að létta lund starfsmanna. Í fjörefli sameinast hlátur og gleði þar sem við skiptum hópnum í lið sem keppa svo sín á milli í broslegum og fjölbreytilegum þrautum sem reyna á samskipti innan hvers liðs. Fjörefli hentar hverjum þeim sem langar til að brjóta upp hinn venjulega vinnudag með frískandi upplyftingu. Hér verður engin svikin í dansi gleðinnar. Fjöreflið er hægt að framkvæma innan sem utandyra allan ársins hring. Við bjóðum upp á allskonar fjörefli en má þar nefna:

  • Ratleiki
  • Fáránleika
  • Skrifstofuleika
  • Minute to win it
  • og margt margt fleira.

SÓDÓMA…. REYKJAVÍK, SELFOSS, KAUPMANNAHÖFN

Okkar vinsælasta vara er Sódóma Reykjavík en hún er æsispennandi þrautalausnaleikur sem fer fram í gegnum appið Snapchat. Þar etja þátttakendur kappi sín á milli í liðum sem eiga að leysa fjölmörg og fjölbreytt verkefni á afmörkuðum tíma. Verkefnin eru blanda af hugarþrautum, spaugilegum verkefnum og er stútfullur að gleði. Sódóma Reykjavík er kapphlaup við tímann. Þarna reynir á samvinnu og samheldni og frjóa hugsun. Þennan leik höfum við framkvæmt í Reykjavík, Akureyri, Akranesi, Hafnarfirði, Selfossi, Borgarnesi, Varsjá, Kaupmannahöfn, Gautaborg og Árósum. Þannig við getum klæðskerasaumað hann að þinni staðsetningu. Ertu á leið í óvissuferð með vinnustaðinn þinn? Heyrðu í okkur og sjáðu hvort Sódóma smellpassi ekki í uppleggið.