Markþjálfun

Ég heiti Björn Þór og menntaður markþjálfi frá Profectus. Reynsla mín spannar á annað hundrað tíma í markþjálfun. Ég hef meðal annars þjónustað stjórnendur, afreksíþróttafólk, námsmenn og sem markþjálfi í teymisþjálfun hjá fyrirtækjum.

Í markþjálfun hjá mér legg ég áherslu hverju sinni við að þeir sem til mín koma sjái leiðir frá þeim stað sem það er á að þeim stað þar sem það vill vera. Með traustum, skilvirkum og árangursríkum aðferðum liggur leiðin að lausnum á mikilvægustu áskorunum þínum til að skapa tækifæri og árangur! Við finnum leiðir til að rýna í skoðanir þínar og hugsanir frá nýju sjónarhorni. Ef þú vilt ná sem mestu út úr hæfileikum þínum, sköpunargáfu og ástríðu þá er ég reiðubúninn að setjast niður með þér og byrja að kortleggja. Mitt hlutverk er að beina athyglinni hverju sinni á heildarmyndina vegna þess að mitt álit og skoðanir skipta ekki máli. Samtalið snýr að þér. Sviðið er þitt.

Mótun býður upp á NBI huggreiningu fyrir einstaklinga, teymi, pör og liðsheildir. Huggreiningin er notuð af þúsundum ráðgjafa út um allan heim og veitir skýrari mynd af hughneigð hvers og eins.

Niðurstöður huggreiningar gefur sem dæmi vísbendingu um hvernig við meðal annars eigum samskipti, hvernig við komum fram við aðra, hvernig við tökumst á við breytingar og hvernig við leysum vandamál.

Huggreiningin getur komið öllum að gagni. Fyrir suma er mikilvægt að fá niðurstöðurnar til að spegla sig í og rýna í hvar er svigrúm til bætinga. Í teymum getur það reynst gagnlegt að sjá hughneigð annarra í hópnum og auka þar með skilning á fjölbreytileika fólks og mismunandi hvötum. Með huggreiningu er hægt að sjá heildarhugsnið teymis og stuðla að skýrari og skilvirkari tjáskiptum. Hvers vegna sumir innan hópsins vinna vel saman á meðan aðrir geta mögulega ekki unnið saman.